Tindastóll hefur átt frábært mót í sumar í 4. deild karla í knattspyrnu. Nú þegar einni umferð er ólokið hefur Tindastóll tryggt sér sigurinn í deildinni og leikur því í 3. deildinni næsta sumar.
Liðið hefur aðeins tapað einum deildarleik í sumar í þessari 10 liða keppni. Í 17 leikjum þá hefur Tindastóll unnið 12 leiki,gert 4 jafntefli og tapað einum leik. Liðið er nú með 6 stiga forskot á Ými fyrir lokaumferðina. Það skýrist þar hvort Ýmir eða Árborg fylgja Tindastóli upp um deild.