Á dögunum var undirritaður samningur milli Knattspyrnudeilda Tindastóls, Kormáks og Hvatar um að senda frá sér sameiginleg lið í yngri flokkum til leiks á Íslandsmótið í knattspyrnu í sumar.

Flokkarnir sem sameiningin nær yfir eru fjórði og þriðji flokkur karla og kvenna, og annar flokkur karla. Liðin munu keppa undir nafninu Tindastóll/Hvöt/Kormákur.

Þórólfur Sveinsson yfirþjálfari yngri flokka hjá Tindastól segir að þetta séu frábærar fréttir og stór þáttur í að byggja upp öfluga yngri flokka sem mun skila landshlutanum öflugu heimafólki upp í meistaraflokka.

Frá þessu var fyrst greint á vef Tindastóls.