Knattspyrnulið Tindastóls hefur misst tvo leikmenn til liða í efstudeild, en Tindastóll leikur nú í 1. deildinni og er í fjórða sæti. Benjamin J. Everson fór í Breiðablik en Theodore Furness gekk í raðir ÍA. Hvorugur leikmaðurinn var á KSÍ-samningi og hafði Tindastóll því ekkert í höndunum til að stöðva félagskiptin. Liðið á þó von á að bæta við leikmönnum til að fylla þessi skörð sem þeir skilja eftir, en þeir voru markahæstir hjá Tindastóli.
Þá hefur Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson komið til baka úr láni frá Drangey en hann fór þangað á láni í vor frá Tindastóli.