Tindastóll tekur á móti Fjölni í Lengjubikarnum í dag, sunnudaginn 14. okt, kl. 19.15. Fjölnismenn hafa farið mikinn í upphafi Íslandsmótsins á meðan Tindastóll hafa verið að hiksta aðeins.
Fjölnir sigraði KR í fyrstu umferð Domino’s deildarinnar og lögðu síðan Ísfirðinga í annarri umferðinni. Þeir spila léttan og hraðan bolta og hafa innanborðs skemmtilega leikmenn.
Tindastóll hefur ekki náð að stilla saman strengi sína almennilega í upphafi Íslandsmótsins, en þessi leikur kemur á frábærum tíma fyrir liðið, því það styttist í að allt smelli saman.
Stuðningur áhorfenda skiptir líka miklu máli og strákarnir þurfa góða hvatningu úr stúkunni til að eiga topp leik.
Allir á völlinn í kvöld !