Tindastóll sigrað Snæfell örugglega í úrslitaleik Lengjubikarsins 96-81 og eru því ákaflega verðskuldaðir Lengjubikarmeistarar 2012 í körfuknattleik. Frábært bikarár að baki hjá Tindastól en það er því miður ekkert alltof algengt að Tindastóll kemst í tvo bikarúrslitaleiki á sama árinu. En sá fyrsti er kominn í hús, núna eru bara tveir eftir.

Það var gríðarleg stemmning og mikið hungur í öllu Tindastólsliðinu í úrslitaleiknum og þeir gerðu heimamönnum lífið leitt með flottri vörn, góðri samvinnu og einstakri baráttu. Bárður Eyþórsson var með sína menn rétt stillta og Snæfellingar áttu fá svör ekki síst í seinni hálfleiknum sem var algjör einstefna.

Tindastóll var að vinna Fyrirtækjabikar karla í annað skiptið í sögu félagsins en liðið vann einnig þessa keppni fyrir þrettán árum. Tveir leikmenn liðsins, Svavar Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson, tóku þátt í báðum þessum titlum.

Snæfell var með frumkvæðið nær allan fyrri hálfeikinn og 38-29 forystu þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Tindastóll minnkaði muninn í eitt stig fyrir hálfleik. 45-44, og tók síðan öll völd á vellinum í þriðja leikhlutanum sem liðið vann 28-14 og náði 72-59 forystu fyrir lokaleikhlutann.

Tindastóll komst mest fimmtán stigum yfir í fjórða leikhlutanum en Snæfell náði að minnka þetta aftur niður í sjö stig áður en Stólarnir lönduði sigrinum í lokin.

George Valentine fór á kostum í liði Tindastóls með 26 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar. Þröstur Leó Jóhannsson kom með þvílíkan kraft af bekknum og skoraði 25 stig, fyrirliðinn Helgi Rafn Viggósson fór fyrir sprettinum í þriðja leikhlutunum og allir leikmenn liðsins skiluðu sínu í vörninni.

Jay Threatt skoraði 30 stig í gær og 18 stig í fyrri hálfleiknum í kvöld en hann var alveg búinn að orkuna í seinni hálfleiknum og því máttu Snæfellingar ekki við. Threatt náði aðeins að skora 4 stig í seinni hálfleik en var samt stigahæsti leikmaður Snæfellsliðsins með 22 stig.

Snæfell-Tindastóll 81-96 (20-18, 25-26, 14-28, 22-24)

Snæfell: Jay Threatt 22/8 fráköst/8 stoðsendingar, Asim McQueen 17/14 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12/12 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Sveinn Arnar Davíðsson 8, Hafþór Ingi Gunnarsson 7, Ólafur Torfason 5, Sigurður Á. Þorvaldsson 1.

Tindastóll: Þröstur Leó Jóhannsson 27/6 fráköst, George Valentine 26/14 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 16, Drew Gibson 16/5 fráköst/8 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 6, Helgi Freyr Margeirsson 3, Ingvi Rafn Ingvarsson 2, Sigtryggur Arnar Björnsson 0/4 fráköst.

Alla fréttina má lesa hér.

Heimild: visir.is / tindastoll.is