Tindastóll tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Fyrirtækjabikars karla í körfuknattleik.
Tindastóll hafnaði í efsta sæti C-riðils þrátt fyrir tap gegn Stjörnunni 98-86 í Garðabæ en Stjörnumenn uðru í öðru sæti. Brian Mills og Justin Shouse skoruðu báðir 19 stig fyrir Stjörnuna auk þess sem Mills tók átta fráköst og Shouse 7 fráköst en hjá Tindastól var George Valentine atkvæðamestur með 25 stig og 11 fráköst.