Í dag hafa verið fjölmörg verkefni viðbragðsaðila vegna veðurofsans sem að geysar nú um landið. Stærstu verkefnin eru vegna rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana sem að er á stóru svæði. En búið er að vera rafmagnslaust í nokkurn tíma víðs vegar á svæðinu.

Viðkomandi aðilar vinna hörðum höndum í því verkefni en slíkt er tímafrekt vegna veðurs og mun vara í einhvern tíma. Erum ekki með nákvæman tíma hvað rafmagnsleysið mun vara lengi en það verður mismunandi eftir svæðum. Verið er að reyna koma upp einhverju rafmagni á Siglufirði til að hitamálin komist í eðlilegra horf. Einnig er víða mikil ófærð ennþá og því beinum við því að fólki að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.

Björgunarsveitir og lögregla hafa verið að sinna því að koma heilbrigðisstarfsfólki í og úr vinnu til að sú þjónusta verði fyrir minnstu raski. 4G netkerfið var tekið niður á ákveðnum svæðum til að lengja líftíma símasenda sem að margir keyra á varaafli.

Þetta er gríðarstórt verkefni fyrir okkar samfélag og eru allir að leggjast á eitt til að tryggja öryggi og skila þessum stormi af landinu sem fyrst.