Rafmagnstruflun er í gangi í landskerfinu á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði í dag og unnið við að byggja upp kerfið. Enn er óljóst hvenær rafmagn kemst á aftur í Fjallabyggð.

Heitt vatn er komið í öll hús í Ólafsfirði sem ekki eru með lokuð kerfi og komið er rafmagn á hitaveitudælur á Siglufirði. Íbúum er bent á að fara sparleg með heita vatnið eins og kostur er.

Ef íbúar þarfnast aðstoðar er þeim bent á að hafa samband við Björgunarsveitina Stráka á Siglufirði í síma 467-1801 eða Björgunarsveitina Tind í Ólafsfirði í síma 466-2050

Rauði Krossinn er einnig á vaktinni ef íbúar þurfa á þarf að halda. Síminn þar er 861-2268.

Tekin verður ákvörðun um skólahald á morgun seinna í dag.

Viljum við einnig biðla til íbúa að huga að nágrönnum sínum.

Fjallabyggð.