Fjölskylduþjónusta Skagfirðinga auglýsir eftir þroskaþjálfa, iðjuþjálfa eða starfsmanni með aðra menntun og/eða reynslu af starfi með fötluðum. Um er að ræða u.þ.b. 70 % starf á dagvinnutíma. Starfið er laust frá og með 1. sept. n.k.
Við ráðningu er litið til starfsreynslu, menntunar sem nýtist í starfi svo og persónulegra eiginleika umsækjanda. Í starfinu felst m.a. umsjón með reiðþjálfun fatlaðra. Karlmenn jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Laun samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknum skal skilað til ritara í Ráðhúsi Skagfirðinga, Skagfirðingabraut 21, á eyðublöðum sem þar fást.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jónína G. Gunnarsdóttir forstöðumaður í síma: 697-7609/453-6853
Iðja-Hæfing þjónustar Norðurland vestra og starfar eftir lögum um málefni fatlaðs fólks. Markmið þjónustunnar er að veita fötluðu fólki eldri en 18 ára dagþjónustu/hæfingu og þjálfun.