Ákveðið hefur verið að fresta þrettándabrennu Kiwanisklúbbsins Skjaldar og flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Stráka sem halda átti mánudaginn 6. janúar kl. 18:00 á Siglufirði.

Þetta er gert vegna slæms veðurútlits um komandi helgi og mikillar ofankomuspár á mánudaginn en staðan verður endurmetin þá.