Opnuð verður sýning um Ólafsfjarðarvatn í Pálshúsi í Ólafsfirði laugardaginn 18. maí næstkomandi. Mikil vinna hefur verið unnin i húsinu sl. ár og húsið verið gert upp. Í sumar stendur einnig til að skipta út klæðningu á húsinu, en þar verður járnið tekið af og timburklæðning sett á húsið. Á efri hæð hússins hefur einnig verið mikil vinna en þar stendur til að opna Ólafsfjarðarstofu á árinu 2020, á 75 ára afmæli Ólafsfjarðarkaupstaðar. Á efri hæð hússins verður hægt að kynna sér sögu Ólafsfjarðar í máli og myndum.

Mynd frá efri hæð Pálshúss.