Mánudaginn 14. desember mun hljómsveitin Swing Kompaníið halda tónleika í Sauðárkrókskirkju. Með hljómsveitinni munu koma fram kirkjukór Sauðárkrókskirkju og Barnakór Sauðárkrókskirkju undir stjórn Rögnvalds Valbergssonar. Tónleikarnir bera yfirskriftina ,,Jólafönn” og er óhætt að fullyrða að þar sé eitthvað á boðstólnum fyrir alla. Einstaklega skemmtilegar og hressandi útsetningar á jólalögum í bland við hátíðleika skapa einstakan atburð sem enginn má láta fram hjá sér fara.
Swing Kompaníið skipa þau Greta Salóme fiðluleikari og söngkona, Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari og söngkona, Lilja Björk Runólfsdótir söngkona, Gunnar Hilmarsson gítarleikari, Leifur Gunnarsson bassaleikari og Óskar Þormarsson trommuleikari.
Tónleikarnir hefjast kl 20:30 og er miðasala á tix.is undir nafninu Jólafönn. Einnig er hægt að kaupa miða við innganginn.
800x600px-mynd