Mikið verður um að vera í Skagafirði um næstu helgi, í upphafi Sæluviku og viðburðir í gangi alla vikuna, allt fram til sunnudagsins 6.maí. Reiknað er með að fjölmargir gestir heimsæki fjörðinn og þá er tilvalið að fara í einhverja af sundlaugunum okkar.
Sundlaugin á Hofsósi er mjög eftirsótt og verður afgreiðslutími laugarinnar aukinn bæði í upphafi og lok Sæluviku. Þannig verður opið frá klukkan 10-17 bæði laugardaginn 28.apríl og sunnudaginn 29.apríl og svo 5. og 6. maí.
Fyrir þá sem kjósa að fara í Sundlaugina á Sauðárkróki, kíkja í hina frægu “heitu potta”, skella sér í gufu eða prófa Infra-rauða undraklefann , þá er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 10-16 og virka daga frá kl. 6.50-20.45 .
Sundlaugin í Varmahlíð, þar sem börnin geta farið í rennibraut og hægt að teygja úr sér í heitum potti, nú eða taka góðan sundsprett, þá er opið á laugardögum frá kl. 10-15. Við bjóðum alla hjartanlega velkomna í sund í Skagafirði.
Ef hópar vilja komast í laugarnar utan afgreiðslutíma er þeim bent á að hafa samband við Ótthar, umsjónarmann íþróttamannvirkja á netfangið otthar@skagafjordur.is