Sundlaugarnar á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð opnuðu aftur mánudaginn 12. febrúar sl. en eins og tilkynnt var á dögunum þurfti að loka laugunum vegna skorts á heitu vatni.

Nú hefur hlýnað í veðri og staðan á heita vatninu er orðin góð í Skagafirði.