Vegna niðurskurðar fjárveitinga til Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki (HS) var meðal annars áformað að loka sundlaug endurhæfingarhúss og draga verulega úr endurhæfingu. Þessi breyting var fyrirhuguð frá og með hausti 2012. Nú hefur velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson, óskað eftir því að þau áform verði dregin til baka og tryggt fjármagn til þess að svo megi verða. Framkvæmdastjórn HS fagnar þessum málalyktum enda hefði verið mjög þungbært að þurfa að grípa til þessara aðgerða.
Hafsteinn Sæmundsson, forstjóri