Formleg sumaropnun á Ljóðasetri Íslands á Siglufirði er hafin og verður opnunartími frá kl. 14.00 – 17.00 alla daga sumarsins og lifandi viðburðir kl. 16.00, líkt og áður.

Tvö skáld úr Ritlistarhópi Kópavogs mættu í dag til að lesa úr verkum sínum, þau Sigríður Helga Sverrisdóttir og Eyþór Rafn Gissurarson.

Enginn aðgangseyrir er að safninu.