Búið er að stækka Súkkulaðikaffihús Fríðu á Siglufirði.  Kaffihúsið opnaði sumarið 2016 og segir eigandinn að margir dagar hafi verið síðasta sumar þar sem fólk þurfti frá að hverfa þar sem ekki voru laus sæti vegna fjölda gesta á kaffihúsinu.  Nýja stækkunin tekur um það bil 15 manns í sæti og má einnig nýta fyrir litla fundi eða veislur. Kaffihúsið getur þá tekið um 40 manns í sæti. Súkkulaðikaffihúsið er staðsett við Túngötu 40a.