Styrkjum hefur verið úthlutað úr Hvata, styrktarsjóði til verkefna á málefnasviðum menningar- og viðskiptaráðherra. Alls hlutu 19 verkefni styrk að þessu sinni, alls að upphæð 19.880.000 kr.
Hæstu styrkina hlutu Sögusetur íslenska hestsins , að upphæð 3 m. kr, og vefurinn Vesturfarar, að upphæð 2 m. kr,. en verkefnið byggir á mótun umfangsmesta gagnagrunns um Vesturfarana og Íslandstengsl afkomenda þeirra sem ráðist hefur verið í.
Alls bárust 62 umsóknir um styrk úr Hvata og var heildarupphæð umbeðinna styrkja alls 200 m.kr.
„Það er einstaklega ánægjulegt að það var mikill áhugi hjá fjölda fólks að leggja rækt við öflugt menningarstarf og gleðilegt að ráðuneytið geti lagt því sitt lóð á vogaskálarnar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Hvati er nýr styrktarsjóður innan menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Styrkjum úr Hvata er úthlutað til ákveðinna verkefna á vegum félaga og samtaka til eins árs í senn. Verkefnin skulu ekki njóta lögbundins stuðnings eða falla undir sjóði eða sérstaka samninga. Þá eru hvorki veittir styrkir til nefndarsetu eða styrkir til BA/BS-, eða meistaraprófsverkefna.
Eftirfarandi verkefni hljóta styrk úr Hvata að þessu sinni. Áætlað er að auglýst verði eftir styrkjum á ný á haustmánuðum.
Verkefni
Málaflokkur
Styrkur
Sögusetur íslenska hestsins. Rekstrarstyrkur til að halda úti starfsemi.
Safnamál / ferðaþjónusta
3.000.000
Ísbjarmi ehf. Vefurinn www.vesturfarar.is – Mótun umfangsmesta gagnagrunns um vesturfara sem ráðist hefur verið í.
Menning
2.000.000
Músík í Mývatnssveit. Tónlistarhátíðin Músík í Mývatnssveit 2023.
Menning- tónlist
1.500.000
Íslandsdeild ICOM. Rekstrarstyrkur fyrir árið 2023 til að efla faglegt starf á söfnum og meðal safnmanna á Íslandi.
Menning – safnamál
1.230.000
Listfræðafélag Íslands. Að Listfræðafélag Íslands sé lifandi vettvangur; – að fræðin komi samfélaginu til góða með meiri sýnileika.
Menning
1.000.000
Vitafélagið. Auður samstarfs
Menning – Unesco
1.000.000
Útgerðarminjasafnið á Grenivík ses. Smíði bátaskýlis fyrir Hermann HT 34
Menning – fjárfesting / safnamál
1.000.000
Iceland Noir bókmenntafélag. Bókmenntahátíðin Iceland Noir 2023 í Reykjavík.
Menning – bókmenntir
1.000.000
Lókal leiklistarhátíð ehf. Alþjóðleg leiklistarhátíð í Reykjavík.
Menning – sviðslistir
1.000.000
Tónhylur (Tónlistarfélag Árbæjar). Aðstaða og þjálfun fyrir unga lagahöfunda.
Menning- tónlist
1.000.000
ASSITEJ Samtök um barna og unglingaleikhús á Íslandi. Rekstrarstyrkur.
Menning – sviðslistir
1.000.000
Sviðslistahópurinn dB. Eyja á Reykjavík á Fringe Festival.
Menning – sviðslistir – táknmál
1.000.000
Íslenski torfbærin, átta þátta sjónvarpsmynd.
Menning – safnamál/fjölmiðlun
1.000.000
Surtseyjarfélagið.Friðlandið Surtsey – Heimsminjaskrá UNESCO. Rannsóknir og fræðsla á 60 ára afmælisári Surtseyjar.
Menning – Unesco
800.000
Íslandsdeild ICOMOS – International Committee of Monuments and Sites. Þátttaka í alþjóðlegu starfi um verndun menningararfs.
Menning
750.000
Ljósmyndasýningin Bókmenntauppreisn sem fjallar um Nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum.
Menning – bókmenntir
500.000
Bridge fyrir alla, fimm sjónvarpsþættir um bridge.
Fjölmiðlun
500.000
Samtök um Sögu Ferðaþjónustu. Málþingið The Icelandic Sagas & Women in Viking Age