Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á Mið-Norðurlandi. Snjóað hefur á Norðurlandi frá því snemma í morgun og enn er að bæta í úrkomu og vind. Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli eru lokaðir vegna veðurs og snjóflóðahættu. Búast má við því að frekari snjóflóðahætta geti skapast í fjalllendi í Skagafirði, Tröllaskaga og austur fyrir Eyjafjörð.
Veðurstofa Íslands greinir frá þessu.