Fréttatilkynning frá Betri Fjallabyggð, I-lista.

Betri Fjallabyggð endurspeglar þversnið samfélagsins í Fjallabyggð. Við kynnum með stolti stefnuskrá I-lista fyrir sveitastjórnarkosningarnar í Fjallabyggð 2018.

 

Aukin atvinnutækifæri

  • Hvetja til nýsköpunar og klasasamstarfs milli atvinnugreina í Fjallabyggð og nágrannabyggðum s.s. með aðkomu að auðlindatorgi.
  • Efla innviði og auðvelda fólki að vinna skapandi vinnu og störf án staðsetningar.
  • Auka fjölbreytni í störfum fyrir fatlaða og aldraða með þátttöku fyrirtækja og stofnana í Fjallabyggð.
  • Vinna að því að fiskeldi og vinnsla fái að rísa í Ólafsfirði. Koma á kerfisbundnum og gagnsæjum þrýstingi til að svo megi verða.
  • Innleiða tímabundnar ívilnanir fyrir nýstofnuð fyrirtæki í Fjallabyggð s.s. með styrkjum.

Umhverfismál

  • Vinna að því að stofnanir sveitarfélagsins verði til fyrirmyndar m.t.t. umgengni, flokkunar og losun úrgangs og hvetja fyrirtæki og almenning til hins sama.
  • Gera langtímaáætlun um sjálfbærari, umhverfisvænni og fegurri Fjallabyggð í samvinnu við einstaklinga, hópa og fyrirtæki. Hreinsa, lagfæra, mála og fegra umhverfi í eigu sveitarfélagsins á kjörtímabilinu.
  • Efla samstarf við Vegagerðina enn frekar m.t.t. gatna- og gangstígagerðar.
  • Bæta ásýnd opinna og grænna svæða t.d. með uppgræðslu og skógrækt.
  • Efla umhverfisvitund almennings, bæta aðgengi og upplýsingaflæði um flokkun, losun og flutning sorps.

Samgöngumál og innviðir

  • Bæta aðgengi fatlaðra, aldraðra, gangandi og hjólandi vegfarenda um sveitarfélagið.
  • Leggja áherslu á snjómokstur gönguleiða/gangstétta.
  • Fjölga almenningsferðum innan og milli byggðakjarna.
  • Þrýsta á að Siglufjarðargöng (Hólsdal/Ketilás) verði partur af samgönguáætlun 2019-2030. Koma á kerfisbundnum og gagnsæjum þrýstingi til að svo megi verða.
  • Sjá til þess að umbætur í jarðgöngum milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur verði partur af jarðgangnaáætlun eins fljótt og auðið er.
  • Beyta sér fyrir því að raforkuflutningur verði efldur til Fjallabyggðar. Koma á kerfisbundnum og gagnsæjum þrýstingi til að svo megi verða.

Stjórnsýsla

  • Auka gagnsæi stjórnsýslunnar og gera ákvörðunartöku hennar auðskiljanlegri fyrir íbúa Fjallabyggðar.
  • Bæta aðgengi að bæjarfulltrúum s.s. með tímapöntunarfyrirkomulagi á heimasíðu.
  • Koma á íbúalýðræðisverkefnum, þar sem íbúar geta haft meira um það að segja hvaða verkefni eru tekin fyrir.
  • Efla heimasíðu sveitarfélagsins m.t.t. upplýsingaflæðis, aðgengis og enn frekari notkunar.

Ferðamál

  • Fjallabyggð aðstoði ferðaþjónustuaðila í að veita markvissa og öfluga upplýsingagjöf meðal annars m.t.t. öryggis ferðamanna og til að laða fleiri að.
  • Samræma upplýsingagjöf milli byggðakjarnanna um þá þjónustu sem í boði er í Fjallabyggð.
  • Fjallabyggð móti sér stefnu sem heilsueflandi áningarstaður fyrir líkama og sál.
  • Bæta aðstöðu fyrir ferðamenn jafnt sem heimamenn sem stunda íþróttir s.s. brimbretta- og sjósundsiðkendur.

Búsetumál

  • Markaðssetja Fjallabyggð sem góðan stað til að búa á.
  • Styðja íbúa sem hafa annað móðurmál en íslensku til að aðlagast samfélaginu enn frekar.
  • Vinna að frekari uppbyggingu Hornbrekku til þæginda fyrir heimilismenn og starfsfólk í samvinnu við Ríkiseignir.
  • Bæta þjónustu við eldri borgara og fatlaða sem búa í eigin húsnæði.
  • Hækka tekjuviðmiðun öryrkja og aldraðra vegna afsláttar á fasteignagjöldum.
  • Innleiða ívilnanir fyrir endurbyggingu gamalla húsa s.s. með uppbyggingarstyrkjum.
  • Innleiða ívilnanir fyrir nýbyggingar húsa s.s. með frestun eða eftirgjöf á gatnagerðar- og lóðargjöldum.

Íþrótta- og menningarmál

  • Frítt í sund og líkamsrækt fyrir aldraða og öryrkja.
  • Hækka frístundastyrk barna um 10.000.
  • Vinna gegn einsemd og einangrun eldri borgara í Fjallabyggð með auknu framboði af námskeiðum, æfingum og æfingartækifærum við hæfi.
  • Hefja uppbyggingu á gervigrasvelli á kjörtímabilinu.
  • Aðstoða við frekari uppbyggingu skíðasvæða og golfvalla.

Menntamál – Leikskólar

  • Auka systkinaafslátt á leikskólum.
  • Lenging valkvæðs opnunartíma þannig að leikskólar byrji fyrr að morgni.
  • Bæta heilsuvitund barna, matseðill í leikskólum taki mið af því.
  • Efla umhverfisvitund barna.
  • Tryggja áframhaldandi vinnu við eflingu samstarfs milli leik- og grunnskóla.

Menntamál – Grunnskólar

  • Efla Frístund enn frekar.
  • Styðja starfsfólk skóla við starfsþróun s.s. í gegnum Erasmus+ og NordPlus.
  • Stuðla að aukinni samvinnu milli foreldra og skóla.
  • Bæta námsárangur og félagsfærni enn frekar.
  • Bæta heilsuvitund barna, matseðill í grunnskóla taki mið af því.
  • Efla umhverfisvitund barna.
  • Auka víðsýni og fræðslu barna um málefni minnihlutahópa.
  • Auka samstarf milli skóla og atvinnulífs m.t.t. fjórðu iðnbyltingarinnar.
  • Styðja börn, foreldra og skóla í að takast á við áskoranir stafræns veruleika.
  • Efla sérkennsluúrræði.