Tekist í hendur að lokinni undirritun samningsins.

Undanfarið hefur verið unnið að stefnumótun í atvinnumálum Akureyrarbæjar og síðasta föstudag var undirritaður samningur við ráðgjafafyrirtækið Netspor um að stýrka verkinu á lokasprettinum. Stefnumótunin er unnin á vegum stjórnar Akureyrarstofu og stýrir starfsfólk Akureyrarstofu því af hálfu bæjarins. Því til halds og trausts er sérstök fagstjórn sem í eiga sæti Fjóla Björk Jónsdóttir aðjunkt við viðskiptadeild HA, Ingibjörg Ringsted framkvæmdastjóri Lostætis Akureyri, Sigmundur Ófeigsson stjórnarmaður í stjórn Akureyrarstofu og Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi í stjórn Akureyrarstofu.

Powered by WPeMatico