Menntamálastofnun leitar að starfsfólki til að vinna við PISA (Programme for International Student Assessment), alþjóðlega menntarannsókn á vegum OECD.

Um er að ræða undirbúning og fyrirlögn PISA í 10. bekkjum grunnskóla á Norðurlandi vestra. Fyrirlagnir fara fram á tímabilinu 5. mars til 10. apríl en nánari dagsetningar skýrast síðar. Vinnan krefst öryggis í framkomu, reynslu af starfi með unglingum og góðrar tölvu- og íslenskukunnáttu. Um verktakavinnu er að ræða. Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar og umsóknir skulu sendar á pisa@mms.is.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Svanhildi Steinarsdóttur á sama netfang eða í síma 514-7500.