Dalvíkurbyggð leitar eftir einstaklingi sem er tilbúinn að þróast áfram í starfi og aðlaga sig að breyttu starfsumhverfi á hverjum tíma. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 26. febrúar.  Nánari upplýsingar má finna á vef Dalvíkurbyggðar.

Starfssvið

  • Ritstjórn heimasíðu og umsjón með vefmiðlum.
  • Tekur þátt í uppbyggingu á rafrænni stjórnsýslu og upplýsingatækni.
  • Markaðssetning á Dalvíkurbyggð og gerð kynningarefnis.
  • Almenn upplýsingagjöf í þjónustuveri.
  • Starfsmaður atvinnumála- og kynningarráðs.
  • Móttaka og skráning reikninga.
  • Þátttaka í stefnumótun.
  • Ýmis tímabundin verkefni.