Greint hefur verið frá því opinberlega á vef Þjóðkirkjunnar að sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli hafi verið ráðin sóknarprestur í Þorlákshafnarprestakalli. Samkvæmt upplýsingum frá formanni sóknarnefndar Ólafsfjarðarsóknar mun sr. Sigríður láta af störfum í vor eftir fermingar sóknarbarna. Sr. Sigríður Munda var vígð árið 2004 til Ólafsfjarðarprestakalls í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Sr. Sigríður var meðal 6 umsækjanda um stöðu sóknarprests í Þorlákshafnarprestakalli og var hún valin af kjörnefnda prestakallsins í starfið.

Sr. Sigríður Munda lauk stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi vorið 1986. Þá lauk hún BA-próf í uppeldisfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og cand. theol. próf frá sama skóla árið 2003. Diplómaprófi í jákvæðri sálfræði lauk hún frá Endurmenntun Háskóla Íslands vorið 2017 og mun ljúka diplómaprófi í sálgæslufræðum í vor frá sömu stofnun.

Ekki hefur verið auglýst í starf sóknarprests í Ólafsfjarðarprestakalli, en líklegt er að það verði á allra næstu vikum.

Mynd frá Sigríður Munda Jónsdóttir.