Boðið er til fagnaðar á Norðurlandi vestra helgina 13.-14. október.
Frá Borðeyri í vestri til Hofsóss í austri.
Opið:12:00–18:00 laugardag og sunnudag.
Nærri 30 Söfn og setur opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi og bjóða upp á sérstaka dagsskrá, sýningu eða viðburð allt eftir eðli staðarins. Á síðunni söfn og setur finnur þú hvað er í boði um helgina á hverjum stað í stafrófsröð.
Sá sem heimsækir að minnsta kosti 4 söfn lendir í lukkupotti og getur unnið glæsilegan vinning.
Boðið verður upp á fríar rútuferðir innan svæða. Brottfarir kl 13:00 á eftirfarandi stöðum:
- Bardúsa,
- Hvammstanga;
- Kvennaskólinn á Blönduósi;
- Spákonuhof á Skagaströnd;
- Gestastofa sútarans á Sauðárkróki.
Hér getur þú nálgast plakatið og hér finnur þú lista þátttakenda frá vestri til austurs.