Hinn árlegi sögudagur á Sturlungaslóð í Skagafirði verður laugardaginn 11. ágúst. Í ár verður Björn Vigfússon, sögukennari í MA, með fyrirlestur um Guðmund góða biskup í Hóladómkirkju og Laufey Guðmundsdóttir syngur. Dagskráin er í samvinnu við Hólahátíð sem er sama dag. Afþreying er fyrir börnin á sama tíma.

Búið er að setja upp söguskilti við Víðines í Hjaltadal sem verður kynnt til sögunnar af Sigríði Sigurðardóttur safnstjóra í Glaumbæ eftir dagskránna í kirkjunni.

Við vígslu Fosslaugar hjá Reykjafossi á Sturlungadeginum 2011.

Um kvöldið verður Ásbirningablót haldið í gestamóttöku tilvonandi Kakalaskála sem Sigurður Hansen er að smíða í Kringlumýri. Þar koma fram Björg Baldursdóttir, Kristín Halla Bergsdóttir, Agnar Gunnarsson, Jói í Stapa, Siggi á Ökrum og Sigurður Hansen ásamt fleiru góðu fólki. Hótel Varmahlíð sér um veitingarnar og eru miðapantanir í síma 453 8170 fyrir kl. 18 föstudaginn 10. ágúst, verð 3.800 kr.

Heimild: Innsent efni /  Fréttatilkynning