Þriðjudaginn 28. febrúar nk fer fram söfnun á rúlluplasti í Húnavatnshreppi.
Þeir aðilar sem ætla að koma rúlluplasti á söfnunaraðila verða að gæta þess að plastið sé tilbúið til flutnings og hæft til endurvinnslu. Plastið verður að vera þokkalega hreint og í því mega ekki vera aðskotahlutir s.s. net eða heyafgangar.
Þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu vinsamlega tilkynni það til skrifstofu Húnavatnshrepps í síma 452-4660 / 452-4661 eða á netföngin hunavatnshreppur@emax.is eða jens@emax.is fyrir þriðjudaginn 28. febrúar.