Kostnaður vegna snjómoksturs í Fjallabyggð í janúar og febrúar 2020 er orðinn meira en 27 milljónir og er þá ekki talinn með kostnaður vegna helmingamoksturs með Vegagerðinni. Áætlaður kostnaður fyrir árið 2020 samkvæmt fjárhagsáætlun var 24 milljónir. Óskað hefur verið eftir viðauka að upphæð 20 milljónir króna til að mæta auknum kostnaði vegna snjómoksturs og hálkuvarna í Fjallabyggð.
Þess má geta að árið 2019 var kostnaður vegna snjómoksturs og hálkueyðingar í Fjallabyggð rúmlega 28 milljónir fyrir allt árið.