Varmahlíðarskóli auglýsir eftir smíðakennara næsta skólaár. Um er að ræða 70% starf. Gerð er krafa um háskólamenntun í faginu sem og kennslureynslu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar um starfið gefur Ágúst Ólason skólastjóri í síma 455-6020 eða 777-9904. Umsóknir sendist á netfangið agust@varmahlidarskoli.is ásamt ferilskrá með mynd. Umsóknarfrestur er til 16. ágúst .

Heimild: www.skagafjordur.is