Smábæjarleikarnir fara fram á Blönduósi helgina 23 – 24 júní. Þetta er tveggja daga mót í sjö manna fótbolta þar sem keppt er á laugardegi og sunnudegi. Mótið er ætlað, 4 – 6 flokki. drengja og stúlkna og í 7. flokki er keppt í blönduðum liðum. Það er nóg að vera komin á mótsstað á milli 07:00 og 09:00 á laugardeginum en þá er móttaka liða. Þeir sem vilja fara á föstudeginum geta það einnig en móttaka liða er frá klukkan 18:00 – 22:00 þann dag.