Slysavarnadeildin Dalvík stóð fyrir slysavarnamessu í morgun í Dalvíkurkirkju í tengslum við alþjóða minningardag fórnarlamba umferðarslysa. Fjölmenni mættu í messuna og þar á meðal viðbragðsaðilar sem mættu í einkennisfatnaði og á bílunum sem þeir lögðu fyrir utan kirkjuna.
Felix Jósafatsson fyrrverandi varðstjóri hélt stutta ræðu í athöfninni. Það sem var eftirtektarvert í ræðunni að honum fannst athyglisvert það sem börnin sögðu á umferðarþinginu í grunnskólanum sem deildin stóð fyrir. Síminn var oft nefndur, hraði bíla, slæmur snjómokstur á gagnstéttum og gróður sem hrekur börnin út á götu.
Eftir messuna bökuðu félagsmenn vöfflur og löguðu kaffi handa gestum messunnar.
Heimild: Slysavarnadeildin Dalvík.


