Eftir áramót hófu 12 slökkviliðsmenn í slökkviliði Grýtubakkahrepps fjarnám í slökkvistarfi í Háskóla Íslands á vegum Brunamálaskólans. Fjarnámið fór fram í tölvuveri Grenivíkurskóla.
Allur hópurinn var saman í náminu svo og í prófinu að undanskyldum einum sem tók prófið út á sjó. Guðni Sigþórsson slökkviliðsstjóri telur þetta mjög gagnlegt að geta boðið upp á slíkt nám í fjarkennslu. Í framhaldi verður verklegt próf í haust og útskrifast hópurinn sem fullgildir slökkviliðsmenn á haust dögum.