Í sumar, líkt og undanfarin ár,  verður starfræktur sláttuhópur á vegum Vinnuskóla Skagafjarðar.

Hlutverk hans er fyrst og fremst að slá og raka gras í görðum eldri borgara og öryrkja og hefur sá hópur forgang. Þjónustan er einnig í boði fyrir almenning.

Pantanir hefjast föstudaginn 1.júní. Sláttur hefst  mánudaginn 4. júní og lýkur 17.ágúst eða þegar vinnuskólanum lýkur.

 

Verð:

  • Garður < 500m2 fullt verð kr. 5.500.- / 3.300.- f. eldri borgara og öryrkja
  • Garður > 500m2 fullt verð kr. 8.800.-/ 5.500.- f. eldri borgara og öryrkja.