Tveimur riðlum er lokið í Skólahreysti en skólarnir á Norðurlandi hafa lokið keppni. í riðli 1 voru tólf skólar utan Akureyrar og var hörð barátta þar um efstu sætin. Skólarnir úr Skagafirði enduðu í fyrstu þremur sætunum og Grunnskóli Fjallabyggðar fylgdi fast á eftir.

Varmahlíðarskóli fékk flest stig og keppnisrétt í úrslitum keppninnar sem verður í apríl. Lundaskóli vann riðil 2, þar sem skólarnir á Akureyri kepptu og hlaut keppnisrétt í úrslitum.

Varmahlíðarskóli sigraði með nokkrum yfirburðum í riðli 1, en skólarnir í 2.-4. sæti voru mjög jafnir.

Úrslit:

Skóli Gildi Stig
Varmahlíðarskóli 63 63,00
Gr Austan Vatna 54,5 54,50
Árskóli 52 52,00
Gr Fjallabyggðar 51,5 51,50
Húnavallaskóli 48,5 48,50
Hrafnagilsskóli 45 45,00
Dalvíkurskóli 35,5 35,50
Blönduskóli 34,5 34,50
Grenivíkurskóli 32 32,00
Þelamerkurskóli 19,5 19,50
Valsárskóli 17,5 17,50
Gr Þórshöfn 14,5 14,50

Úrslit:

Skóli Gildi Stig
Lundarskóli 30 30,00
Brekkuskóli 29 29,00
Oddeyrarskóli 25,5 25,50
Glerárskóli 22,5 22,50
Giljaskóli 22 22,00
Naustaskóli 20,5 20,50
Síðuskóli 18,5 18,50
Mynd frá Skólahreysti.
Mynd: skolahreysti.is