Skólahald í leik- og grunnskólum fellur niður í Varmahlíð, á Hólum og Hofsósi á morgun miðvikudaginn 8. janúar. Jafnframt verða sundlaugar og íþróttahús á sömu stöðum lokuð.

Ráðgert er að halda skólum opnum á Sauðárkróki en ef það breytist verður sett tilkynning um slíkt á heimasíðu Skagafjarðar.is í fyrramálið og jafnframt send í útvarpið. Foreldrar eru því beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum.