Skólahald í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar féll niður frá kl. 13:00 í dag vegna veðurs. Sama gilti um Tónlistarskólann á Akureyri og framhaldsskólana, MA og VMA.
Spáð er aftakaveðri næsta sólarhringinn. Nú þegar er farið að hvessa og má búast við norðanstórhríð seinnipartinn og fram eftir degi á morgun.
Foreldrar voru beðnir um að sækja börn í skóla og frístund um hádegi.