Núna fer skíðavertíðinni víða að ljúka en tilkynnt hefur verið að síðasti opnunardagurinn í Skarðsdal á Siglufirði verði laugardaginn 4. maí, en þá fer fram Skarðsrennsli. Aðrir opnunardagar næstu daga verða: miðvikudagurinn 24. apríl kl. 13-18, sumardaginn fyrsta 25. apríl kl. 10-16, föstudaginn 26. apríl kl. 13-18, laugardaginn 27. apríl kl. 10-16 og sunnudaginn 28. apríl kl. 10-16.

Aðstæður eru þannig að það er mikið vorfæri, mjúkur snjór, gott færi fyrir bretti og breið skíði.