Samkvæmt tilskipun sóttvarnarlæknis um samkomubann sem varir út apríl, þá hefur skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði verið lokað þennan veturinn. Göngubraut verður lögð eins og hægt er í Hólsdal. Þeir sem eiga vetrarkort í Skarðsdalnum hafa aðgang að göngubraut.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá umsjónarmönnum svæðisins.

Virkilega svekkjandi niðurstaða eftir erfiðan vetur fyrir norðan, færri opnunardagar voru framan af vetri vegna veðurs og svo hefur samkomubannið sett stóran strik í reikninginn.