Skíðarútan er nú komin af stað þriðja veturinn í röð og ekur á föstudögum, laugardögum og sunnudögum með skíðafólk á öllum aldri upp í Hlíðarfjall og aftur heim. Margir hafa nýtt sér þjónustu skíðarútunnar síðustu helgar, enda prýðilegt færi í fjallinu og veður með ágætum. Jón Þór Benediktsson hjá The Traveling Viking sem sér um rekstur rútunnar, segir að ágætt hafi verið að gera og að bæjarbúar séu í vaxandi mæli farnir að nýta sér skíðarútuna þótt flestir séu farþegarnir af hótelum og gistiheimilum bæjarins.

Powered by WPeMatico

Skíðarútan er nú komin af stað þriðja veturinn í röð og ekur á föstudögum, laugardögum og sunnudögum með skíðafólk á öllum aldri upp í Hlíðarfjall og aftur heim. Margir hafa nýtt sér þjónustu skíðarútunnar síðustu helgar, enda prýðilegt færi í fjallinu og veður með ágætum. Jón Þór Benediktsson hjá The Traveling Viking sem sér um rekstur rútunnar, segir að ágætt hafi verið að gera og að bæjarbúar séu í vaxandi mæli farnir að nýta sér skíðarútuna þótt flestir séu farþegarnir af hótelum og gistiheimilum bæjarins.

Powered by WPeMatico