Í upphafi árs 2020 voru íbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 4.036 samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands sem er fjölgun um 43 íbúa frá sama tíma árið 2019.
Á síðustu fimm árum hefur íbúum Sveitarfélagins Skagafjarðar fjölgað um 125 íbúa eða úr 3.911 árið 2015 í 4.036 árið 2019.
Á Norðurlandi vestra var íbúafjöldi 7.324 í upphafi árs 2020 samanborið við 7.227 íbúa árið 2018. Er það fjölgun um 97 einstaklinga.