Kjörstjórnir hafa lokið talningu atkvæða í Blönduósbæ, Húnavatnshreppi, Skagabyggð og Sveitarfélaginu Skagaströnd. Tillaga um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra er felld. Íbúar Blönduósbæjar kusu með sameiningu, eða 89,4% sögðu já. Í Húnavatnshreppi voru 56,6% sem sögðu já. Tæplega 69% á Skagaströnd sögðu nei og 54,7% sögðu nei í Skagabyggð. Frá þessu var greint á vefnum Húnvetningur.is.