Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill koma á framfæri miklum þökkum til þeirra fjölmörgu viðbragðsaðila og annarra sem stóðu vaktina er gjörningaveður gekk yfir Skagafjörð og víðar í liðinni viku.
Það er ómetanlegt fyrir sveitarfélag að eiga að sjálfboðaliðasveitir eins og björgunarsveitirnar sem á hvaða tímum og aðstæðum sem er, eru tilbúnar að fara til aðstoðar og leggja jafnvel líf og heilsu að veði.

Byggðarráð Skagafjarðar vill einnig þakka íbúum sveitarfélagsins fyrir að virða viðvaranir sem gefnar voru út og gera viðeigandi ráðstafanir sem gerðu alla vinnu viðbragðsaðila einfaldari í þessum erfiðu aðstæðum.

Í ljósi þessa hefur Byggðarráð Skagafjarðar samþykkt að styrkja björgunarsveitirnar þrjár í Skagafirði um samtals 3.500.000 kr. sem skiptist þannig að hver sveit fær 1.000.000 kr. í sinn hlut og að auki fær Skagfirðingasveit 500.000 kr. vegna umfangs stjórnstöðvar.

Mynd frá Björgunarsveitin Skagfirðingasveit.
Myndir frá Skagfirðingasveit.

Mynd frá Björgunarsveitin Skagfirðingasveit.