Til hamingju með daginn Sjómenn! Fjölbreytt dagskrá heldur áfram í dag í Fjallabyggð þar sem mikil veisla hefur verið í Ólafsfirði alla helgina. Dagskráin í dag hefst kl. 10:15 með skrúðgöngu frá hafnarvog að Ólafsfjarðarkirkju, en þar verður hátíðarmessa kl. 10:30 og sjómenn heiðraðir. Fjölskylduskemmtun verður við Tjarnarborg kl. 13:30, hoppukastalar og sölubásar, þar skemmta Jói P og Króli, Ronja og Ræningjarnir, Pétur Jóhann, Ari Eldjárn, Auddi og Steindi Jr. Klukkan 14:30 hefst kaffisala Slysavarnardeildar kvenna í Tjarnarborg.

Árshátíð Sjómanna hefst kl. 19:00 í íþróttahúsinu, sem búið er að gera að skemmtistað. Veislustjóri er Pétur Jóhann, og skemmtiatriði frá Audda og Steinda Jr. og Ara Eldjárns. Eurobandið leikur fyrir dansi kl. 23:00 ásamt Pálma Gunnars.