Sjómannadagshelgin í Fjallabyggð verður haldin í Ólafsfirði dagana 31.maí til 2. júní 2019. Fjölbreytt og metnaðurfull dagskrá verður alla dagana. Meðal gesta þessa helgina eru Ari Eldjárn, Herra Hnetusmjör og Huginn, Ronja og Ræningjarnir, Trúðurinn Walle og Stebbi Jak, Auddi og Steindi Jr., Andri Ívars, Pétur Jóhann, Eurobandið ásamt Pálma Gunnars.

Á sjómannadaginn, sunnudaginn 2. júní verður árshátíð sjómanna haldin í Íþróttahúsinu í Ólafsfirði. Veislustjóri er Pétur Jóhann. Skemmtiatriði frá Audda og Steinda Jr. og Ara Eldjárn. Hljómsveitin Eurobandið leikur fyrir dansi ásamt Pálma Gunnars.