Sjálfstæðisfélög Fjallabyggðar boða til aðalfundar fimmtudaginn 28. mars 2019 kl. 20:00 í Ráðhúsinu.

Dagskrá fundarins:
• Skýrsla formanns um störf félaganna 2018–2019
• Ársreikningar Sjálfstæðisfélaga 2018 kynntir af gjaldkerum
• Helga Helgadóttir oddviti flokksins fer yfir bæjarmálin
• Ákvörðun um félagsgjald fyrir árið 2019
• Kosning formanns
• Kosning í stjórn ( 3 aðalmenn og 2 varamenn)
• Kosning í fulltrúaráð og kjördæmisráð
• Önnur mál

Allir sem eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn hafa rétt til að bjóða sig fram til setu í stjórn, fulltrúaráð eða kjördæmisráð og hvetjum við fólk sem hefur áhuga á að gegna trúnaðarstörfum fyrir flokkinn að senda tölvupóst á Erlu Gunnlaugsdóttur formann fulltrúaráðs á netfangið sudurgata56@gmail.com en einnig er hægt að tilkynna framboð á sjálfum fundinum.

Hægt er að skrá sig í flokkinn á https://xd.is/ganga-i-flokkinn

Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Fjallabyggð verður haldinn í Ráðhúsinu fimmtudaginn 28. mars nk. kl. 21:15

Dagskrá fundarins
• Hefðbundin aðalfundastörf
• Skýrsla stjórnar
• Kjör formanns
• Kjör stjórnar
• Önnur mál

Skriflegum framboðum til stjórnar skal skilað til formanns fulltrúaráðs með tölvupósti á netfangið sudurgata56@gmail.com. En einnig er hægt að tilkynna framboð á fundinum sjálfum. Kjörgengir eru allir meðlimir fulltrúaráðsins.
Athugið að seturétt á fundinum hafa eingöngu þeir sem hafa verið kjörnir í fulltrúaráð á aðalfundum sjálfstæðisfélaganna í Fjallabyggð.

Um fulltrúaráð
Þar sem fleira en eitt félag er innan sama sveitarfélags mynda félögin sameiginlegt fulltrúaráð, sem fer með stjórn sameiginlegra mála félaganna á starfssvæðinu. Í Fjallabyggð eru 21 sæti í fulltrúaráði, 12 fyrir Siglufjörð og 9 fyrir Ólafsfjörð eða 1 fulltrúi fyrir hverja 100 íbúa.
Sjálfstæðisflokkurinn í Fjallabyggð