Siglufjarðarvegur við Almenninga er lokaður og verður ekki mokað í dag samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Stefnt er að því að opna á morgun en töluverður snjór er á svæðinu svo það mun taka sinn tíma að opna.

Snjóþekja og skafrenningur er á Ólafsfjarðarvegi og óvissustigi hefur verið aflýst.