Sigló hótel tilkynnti í byrjun júní mánaðar að hótelið yrði opið alla daga vikunnar í sumar, en aðeins var opið um helgar í maí mánuði. Mjög góðar undirtektir voru yfir tilboðum sem Sigló hótel bauð uppá þegar aftur var opnað eftir stutta lokun. Þeir sem vilja skella sér til Fjallabyggðar í sumar ættu að kanna hvaða tilboð eru í gangi á gistingu.