Föstudaginn 4. maí heimsóttu sendiherrahjón Rússlands þau Andrey V. Tsyganov og  Larisa M. Tsyganova Hátæknimenntasetur Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra ásamt föruneyti.  Með í för voru auk túlks frá sendiráðinu, Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjaraðar,  Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eiginkona hans og Bjarni Jónsson, varaformaður byggðaráðs.

Heimsóknin var hluti af heimsókn ráðherrahjónanna til Skagafjarðar.  Sendiherrann kynnti sér starfsemi FNV og kennsluaðstöðu í Hátæknimenntasetri þar sem hann heimsótti allar verknámsdeildir skólans og Fab Lab stofuna. Sendiherrahjónin sýndu starfseminni mikinn áhuga og fengu góða leiðsögn skólameistara og kennurum skólans.