Sauðburður hefst ekki fyrr en í maí á flestum bæjum, en á Minni-Ökrum í Skagafirði hófust vorverkin óvenju snemma í ár og þar skoppa nú nýfædd lömb í túni.

Fyrsta lambið komin í heiminn þann 22. mars og síðan hafa 33 ær borið. Lömbin á Minni-Ökrum eru því orðin 63 talsins.

Þar sem hrútarnir voru teknir frá ánum þremur dögum seinna en vanalega segist Vagn Þormar Stefánsson, bóndi á Minni-Ökrum, hafa reiknað með því að hann fengi nokkur snemmborin lömb.

Hann grunaði hinsvegar ekki að þau yrðu svona mörg. Sauðburðurinn hefur gengið vel að hans sögn og náttúran hefur tekið blíðlega á móti ungviðinu með nýsprottnu grasi í túnum.

Heimild: Rúv.is

Ljósmynd: Sauðárkrókur.is