Skagafjörður

Skagafjörður

Skagafjörður er nálægt miðju Norðurlandi, um 40 km langur og fullir 30 km á breidd mill i Húnsness á Skaga ogumdaemid Straumness innan við Fljótavík, þrengist þó nokkuð innar en er samt 15 km breiður þvert yfir frá Reykjadiski, alls 5230 km2. Fram í botn Skagafjarðar gengur Hegranes og eru breiðar víkur báðum megin þess og sandar miklir í botni. Á firðinum eru Drangey og Málmey. Siglingaleið um fjörðinn er greið og er hann djúpur, þó gengur hryggur neðansjávar út frá Hegranesi og annar frá Drangey, 4-5 km til norðurs, og er Hólmasker nyrst á honum. Kemur það upp um fjöru. Innar á hryggnum eru Kvíslasker. Boðar og grunn eru út frá báðum endum Málmeyjar.

Undirlendi er mikið í vestanverðu héraðinu, nema undir Tindastóli. Að firðinum austanverðum er nokkuð undirlendi og há fjöll að baki. Náttúrlegar hafnir eru engar en skipalægi nokkur, þó flest ill frá náttúrunnar hendi.

Inn af botni Skagafjarðar gengur mikill dalur samnefndur. Er hann einn mesti dalur landsins, breiður og grösugur, kringdur svipmiklum fjöllum. Aðalhéraðið er um 50 km langt en klofnar innst í þrönga dali er ganga langt inn í hálendið. Kallast þeir einu nafni Skagafjarðardalir en hafa líklega heitið Goðdalir til forna. Undirlendið er 5-10 km breitt en út frá því ganga þverdalir, bæði byggðir og óbyggðir. Aðalvatnsfall í Skagafirði er Héraðsvötn.
Þjóðvegur 1 gengur í gegn um héraðið frá Vatnsskarði í vestri að Öxnadalsheiðar í austri. Þrír þéttbýliskjarnar eru í Skagafirði, Sauðárkrókur, Hofsós og Varmahlíð og af þeim er Sauðárkrókur stærstur.